top of page

Þátttaka í Icelandic Innovation Week

Fab Lab Reykjavík fékk tækifæri til þess að taka þátt í og aðstoða (community partner) kröftuga teymið sem stóð á bak við Icelandic Innovation Week 2023 (Nýsköpunarvikuna).


Hugmyndaflugið og sköpunarkrafturinn flaug af stað snemma ár árinu um hvernig Fab Lab Reykjavík gæti aðstoðað. Fundað var um útfærslur af hinum og þessum hlutum sem teymið gæti nýtt í ár og jafnvel komandi ár. Þar sem markmið Fab Lab Reykjavík er að efla nýsköpun í samfélaginu var upplagt að leggja til okkar faglega aðstoð. IIW teymið mætti til okkar í Breiðholt og í samráði við okkur og hönnunarteymið sitt útfærðu þau límmiða og textíl vinyl til þess að merkja á boli og pappa tunnur.













Í ár byrjaði dagskráin með pompi og prakt mánudaginn 22. maí með viðburðum hér og þar um bæinn. Áhugaverð dagskrá var svo út vikuna. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Icelandic Innovation Week orðin árlegur viku viðburður í maí, stappfullt af kynningum, Ok bye ráðstefnu og Nordic Startup Award og öðrum áhugaverðum viðburðum.


Starfsfólk Fab Lab Reykjavík hjálpaði ekki bara með undirbúning. Heldur var einnig með í Gróska TakeOver sem haldið var þriðjudaginn 23. maí í Grósku hús hugmyndanna. Hér má sjá Bryndísi Steinu Friðgeirsdóttur, ​Sérfræðingur í fræðslu og miðlun hjá Fab Lab Reykjavík, standa við básinn þeirra.



Miðvikudagurinn var ekki síðri, þá var Ok, bye climate ráðstefnan haldin í Hörpu.



Að henni lokinni var hægt að finna margt áhugavert en starfsfólk Fab Lab Reykjavík ákvað að kíkja til þeirra í Munaðasafninu. Þar var brett upp ermar og tveir skápar settir saman - minnsta mál! Um kvöldið sama dag var mætt á Nordic Startup Award.


Fimmtudaginn skipti starfsfólk Fab Lab á milli sína að kíkja á viðburði og kynna starfsemi þess. Sjávarklasinn var með opið hún og þar var stillt upp borði.

Fimmtudag og föstudag var einnig sótt viðburði hjá Reykjavíkurborg og Menntavísindaviði HÍ svo eitthvað sé nefnt.


Hreint frábær vika til þess að kynna fyrir fólki þeim ótal möguleikum sem stafræna smiðjan Fab Lab Reykjavík hefur uppá að bjóða.



Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page