top of page

Mikil aðsókn í Fab Lab námskeið á pólsku

Nýverið komu til landsins þau Karolina Guzek og Maciek Naskret sem reka Robisz.to í Póllandi. Karolina og Maciek áttu leið sína til Íslands út af Erasmus + samstarfsverkefni sem Fab Lab Reykjavík tekur þátt í og sem ber nafnið FABLABs - new technologies in adult education. Áður en fundir tengdir því verkefni voru haldnir var ákveðið að halda Fab Lab námskeið á pólsku. Námskeiðið var einstkalega vel sótt af pólskumælandi einstaklingum búsettum hér á landi. Aðsóknin var það mikil að það myndaðist biðlisti og ákveðið var að bæta við öðru námskeiðin til að fleiri kæmust að til að þróa hugmyndir sínar.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðja gefur fólki tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Eftir að Fab lab námskeiðin voru haldin á pólsku hefur nokkur fjöldi þátttakenda haldið áfram að mæta í Fab Lab Reykjavík, þar á meðal hönnuðir, smiðir og annað skapandi fólk til að þróa hugmyndir sínar áfram og njóta til þess leiðsagnar starfsfólks í Fab Lab Reykjavík.

Í framtíðinni er stefnt að því að finna fleiri samstarfsfleti Íslands og Póllands, en einmitt um þessar mundir er starfsfólk Fab Lab Reykjavík statt í Póllandi til að halda námskeið og koma á frekari tengslum.


Hér má lesa meira um námskeiðið -




Comentarios


bottom of page