Andri og Arnar heimsóttu Karlar í skúrum 8. apríl. Verkefnið Karlar í skúrum er staðsett á þremur stöðum en okkar menn heimsóttu karlana á félagsfund í húsnæði þeirra í Helluhrauni 8 Hafnafirði. Þar fóru þeir yfir sögu Fab Lab og sögðu frá smiðjunum um allt land. Kynntu hvað tækjabúnað Fab Lab Reykjavík býður upp á og að við erumopin smiðja fyrir alla. Þeir tóku með sér sýnidæmi úr öllum tækjum og sýndu. Sérlega gaman var hvað félagsmenn voru áhugasamir um geislaskerann og þrívíddarprentun. Eftir kynninguna fengu okkar menn svo að heyra um þeirra starfsemi og þeir sýndu verkstæðið sitt sem var t.d. með rennibekki, sagir, borvélar, logsuðu-aðstöðu o.fl.
Þökkum kærlega fyrir að fá að kíkja í heimsókn og kynna stafræna smiðju fyrir köllum sem eru vanir hefðbundari smiðju þar sem minna er um stafræna nýtingu.
Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni en einngi má finna fleiri hér á heimasíðunni þeirra.
Comments