FabConnectHer verkefni: Styrkja stúlkur og konur í STEAM
Á tímum þar sem nýsköpun og tækni er lykilatriði, kemur fram FabConnectHer Evrópu samstarfsverkefnið sem byltingarkennd frumkvæði, með það markmið að því að miða hvernig hægt sé að takast á við kynjahalla á sviðum STEAM (Vísindi, Tækni, Verkfræði, Listir og Stærðfræði). Styrkt af Erasmus+, Key Action 2: Partnerships for Cooperation, sameinar verkefnið hóp evrópskra samstarstarfsaðila sem eru helgaðir því að styrkja stúlkur og konur með nýstárlegum menntunar leiðum, veita leiðsögn og traust stuðningskerfi í STEAM greinum. Með því að nýta einstaka getu Fab Lab smiðja um alla Evrópu, er FabConnectHer ætlað að skapa umbreytandi fræðslu og upplifun sem hvetur stúlkur og konur til að kanna, taka þátt og skara fram úr á STEAM sviðum.
Fyrsti fjölþjóðlegi fundurinn
Fyrsti fjölþjóðlegi fundur verkefnisins var haldinn í Leeuwarden, Hollandi þann 30. nóvember og 1. desember 2023. Þessi viðburður mótaði grundvöllinn fyrir árangursríkri samvinnu og stefnumótun meðal samstarfsaðila (sjá samstarfsvettvang hér að neðan). Fundurinn einkenndist af áhugasömum orðaskiptum þar sem samstarfsaðilar deildu innsýn og aðferðum til að efla þátttöku kvenna í STEAM greinum. Eitt af aðalatriðum viðburðarins var skoðunarferð um D´Lab Fab Lab smiðjuna, sem gaf innsýn í skapandi og tæknilega umhverfið sem FabConnectHer stefnir á að nota um alla Evrópu. Umræður og athafnir þessa tvo daga lögðu grunnin að því sem lofar að vera umbreytandi og áhrifaríkt verkefni.
Horft fram á veginn: hverju má búast við frá FabConnectHer verkefninu
FabConnect her verkefnið mun þróa fjölbreytt og áhrifamikið efni. Eftir því sem verkefnið þróast, má búast við grípandi námsleiðum sem eru sérstaklega hannaðar til að styrkja stöðu stúlkna og kvenna á STEAM sviðum, ásamt leiðsögn mentora. Auk þess mun verkefnið þróa stafrænan vettvang sem mun stuðla að samfélagi fyrir endurmenntun og þekkingarskipti. Þátttakendur geta hlakkað til gagnvirkra vinnustofa fjölþjóðlegra samstarfsviðburða og nýstárlegra áskoranna sem munu ekki aðeins stuðla að því að bæta námsupplifun þeirra heldur einnig taka virkan þátt í að draga úr kynjahalla í STEAM greina. Fylgist með þessari spennandi þróun þar sem FabConnectHer heldur áfram að styðja við þátttöku kvenna og velgengni í STEAM menntun og starfsþróun.
Fyrir frekari upplýsingar um FabConnectHer verkefnið og komandi viðburði, vinsamlegast hafið samband við:
Bryndísi Steinu Friðgeirsdóttur hjá Fab Lab Reykjavík í með því að senda tölvupóst á bryndis@flr.is eða í síma 6942098
Samstarfsvettvangurinn samanstendur af:
Stichting Firda – D’Lab (NL) Dlab.nl
Learning Hub Friesland (NL) Learning Hub Friesland – bringing Europe and Friesland closer
Momentum (IR) Momentum: Education & Innovation in Ireland and Europe (momentumconsulting.ie)
Creative Spark Limited – the Enterprise Lab (IR) Creative Spark | Home Page
Fundación Telice Magnetic Anomaly – Fab Lab León (SP) Fab Lab León | Un espacio de【Fabricación Digital】para todos (fablableon.org)
Tinker City Associação – VIVA Lab (PO) VIVA Lab | A Creative Hub dedicated to Education, Design & Innovation | Porto (vivalabporto.com)
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – Fab Lab Reykjavik (ICE) FAB LAB | Fab Lab Reykjavík (flr.is)
Samstarfsaðili:
Edinburgh College (SCT) Welcome to Edinburgh College | Edinburgh College
Myndir frá fundi:
The European Commission's support for the production of this publication does not constitute an endorsement of the contents, which reflect the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein. |
Comentários