Óskar Svavarsson stofnandi Sidewind og Kjartan Due Nielsen verkefnastjóri nýsköpunar hjá Verkís komu fram í viðtali við Morgunvaktina á Rás 2 föstudaginn 13. janúar 2023 þar sem þeir ræddu um orkuskiptaverkefnið Whisper. Verkefnið er semstarfsverkefni sem fimm íslensk fyrirtækra taka þátt í og hlaut 1,4 milljarða króna styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu.
Óskar talar um það sem hjálpaði einna mest til þess að sækja um styrki og útskýra verkefnið fyrir öðrum var að fá Sidewind frumgerðina þrívíddarprentaða hjá Fab Lab Reykjavík. Þessi fyrsta frumgerð frá Fab Lab Reykjavík var prófuð í vindgöngum en einnig var farið með frumgerðina á fundi með öðrum fyrirtækjum þar sem hægt vað að útskýra og sýna hugmyndina.
Whisper er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni þar semíslensk fyrirtæki eru í meirihluta sem leitt er af Verkís verkfræðistofa leiðir verkefnið. Whisper samstarfið byggir að miklu leiti á Sidewind lausninni sem felur í sér að nýta hliðarvind til að flýta orkuskiptum á sjó. Styrkurinn mun nýtast til þess að prófa og bæta búnaðinn og koma lausninni á markað. Lausn Sidewind getur strax haft áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og getur nýst um ókomna tíð sem grænn orkugjafi. Óskar og Kjartan ræddu einnig nýsköpunarumhverfið á Íslandi í dag og ferlið til að sækja um styrki frá Evrópusambandinu.
Comments