Andri tók þátt í hinni árlegu Fab Lab ráðstefnu sem haldin var haldin í Balí 12.- 22. október. 500 manns frá 32 löndum tóku þátt í ráðstefnunni sem bar nafnið Bali Fab Fest 2022. Andri tók þátt sem hluti af hópi tíu sérfræðiteyma sem tóku að sér áskoranir tengdar umhverfi og efnahag Balí. Teymið hans Andra tóku að sér áskorunina Water for Life með IDEP Foundation sem vinnur að því að tryggja neysluvatn í Balí til framtíðar. Til að leggja sitt af mörkum til til vatnsverndunaráætlunar IDEP á Balí þróaði teymið skynjara lausn á fimm dögum. Skynjararnir mæla vatnsstöðu vatnssafnbrunna sem gerir IDEP kleift að fylgjast gæðum vatns.
(Andri og teymið hans með frumgerðirnar)
Undanfarin ár hefur grunnvatnsstaðan í Bali lækkað hættulega mikið, og því kemst sjávarvatn í grunnvatnið. Til að sporna við þessu þarf rigningarvatn að komast hraðar niður í berggrunninn til að fylla á vantslindir og tryggja þannig öruggt neysluvatn. Water for life gerir þetta með brunnum, þeir safna regnvatni og hleypa því ofaní jarðveginn. Vandinn var þó sá að mælingar og eftirlit með brunnunum voru gerðar handvirkt og óljóst var hversu miklu vatni brunnarnir ná að safna.
(Andri sýnir frumgerð)
Lausnin sem teymið hans Andra þróaði var skynjari sem settur er í safnbrunnana sem reiknar út hversu miklu vatni safnbrunnarnir koma niður í grunnvatnið. Einnig var þróaður skynjari á borbrunna til þess að mæla hæð grunnvatnsins á hverjum brunni. Allar þessar upplýsingar eru sendar sjálfvirkt á heimasíðu sem birtir gögnin á korti og er því hægt að sjá alla staði á Balí með þessa skynjara og sjá hæð grunnvatnsins um eyjuna. Á meðan þessi vinna fór fram sátu öll teymin vinnustofur, fengu kynningu á viðfangsefninu samtímis sem unnið var að sinni lausn.Teymið hafði fimm daga til að þróa hugmyndina og búa til frumgerð.
(Teikning af frumgerð)
Til að tryggja að hugvitið nái að styðja við vatnsvernd var hönnunin opin og gefin út á github. Því geta allir með aðgang að Fab Lab smiðju búið til sinn eigin mælibúnað. Hönnunina má finna hér : https://github.com/theAcceloguy/gravityWaterSensor. Þessari vinnutörn lauk svo með því að hvert teymi kynnti sína lausn og útfærslu fyrir almenningi á opnum kynningardegi. Teymið hans Andra vann til verðlauna fyrir lausnina sem við vonum að muni bæta vernda vatnið í Balí til framtíðar.
(Opin dagur þar sem frumgerðir voru kynntar)
(Frumgerðir útskýrðar fyrir gestum)
(Uppstillingar af frumgerðum)
Hér er stutt kynningamyndband sem sýnir vinnuferlið betur.
Comentários