ATH! Smiðjan er lokuð fram yfir páskana og munum uppfæra stöðuna á "Dagskrá" síðunni.

Næsta þriðjudag 24. nóv. er loksins Opið Hús eftir mikla bið. Vegna takmarkana eru ákveðnir hlutir sem þarf að fara eftir og hér að neðan eru upplýsingar um hvert tæki sem þið eruð að íhuga að nota. Gestum er hólfað niður í tímahólf.

1. Það er grímuskylda og eftir hvert hólf er sett upp ákveðnir tímar fyrir okkur til að sótthreinsa.

2. Í hverju tæki eru 90. mín. hólf til að það sé hægt að undirbúa skjöl og notkun á tækinu. Aðeins ein manneskja má koma í hverri bókun.

3. Kynningar eru í 30. mín. og hámark 2 manneskjur mega koma í hverri bókun.

4. Virðið tímann sem þið eruð með bókað því hann er takmarkaður.

5. Laserskerarnir eru mismunandi stórir og æskilkegt er að kíkja á upplýsingar um þá hér hvor skerinn henntar þér.

6. Til að bóka sig með þessu sniði er ýtt á hlekkinn hér að neðan og þá ferðu í dagatalið og þá er farið í næstu viku og þar eru hólfin. Næst er smellt á hólfið og ýtt á save og þá ertu bókaður í það hólf.

7. Ef þið hafið einhverjar spurningar, sendið póst á reykjavik@fablab.is