Uppfærsla: Ekki þarf að bóka sig á Opið Hús
Opnunartímar Fab Lab
Á opnunartímum er ýmislegt um að vera í Fab Lab, þar er fólk að vinna í hugmyndum sínum og kennsla af ýmsu tagi. Á opnunartímum er alltaf starfsmaður á staðnum sem tekur á móti fólki og hópum. Ávallt þarf að taka tillit til þeirrar starfsemi sem er í gangi hverju sinni og nauðsynlegt er að leggja sig fram við að vinna sjálfstætt. Ef að hugmyndir þínar þurfa mikla yfirlegu með starfsfólki þá er líka hægt að bóka tíma í ráðgjöf eða mæta á Opið hús, þegar fleiri tæknisnillingar eru í húsi.
Opið Hús
Á þriðjudögum er opið hús frá klukkan 13 - 20 þá er hægt að fá aðstoð við fyrstu skrefin við þróun hugmynda og tæknikennslu án þess að bóka það sérstaklega.
Skólakynningar
Á skólakynningum er Fab Lab kynnt og tæknin prófuð með skemmtilegum verkefnum og miðað er við 10 nemendur í hverja kynningu. Fab Lab skólakynningar eru í boði alla mánudaga frá klukkan 11-12. Kennarar geta bókað kynningu fyrir sinn hóp með því að hafa samband við Hafey.
Hægt er að bóka í gegnum hafey@flr.is
Hópabókanir
Kennarar með tengiliðakort geta bókað fyrir hópa sem þeir kenna sjálfir á mánudögum frá 9:30 -11, miðvikudögum frá 16-17:30 og á fimmtudögum 12:30 – 17:30 og á fimmtudögum frá klukkan.
Kennarar – Tengiliðir
Fab Lab kennarar eru mikilvægur hópur menntafrumkvöðla sem hlúð er vel að.
Allir kennarar geta bókað tíma í handleiðslu hvort sem kennarar hyggjast kenna í Fab Lab Reykjavík, eða annarsstaðar. Handleiðsla er gagnleg öllum kennurum sem kenna í Fab Lab, bæði byrjendum og lengra komnum. Handleiðsla er gagnleg til að ná upp færni og öryggi til að byrja að kenna í Fab Lab. En handleiðsla er sérstaklega gagnleg kennurum með reynslu sem vilja móta sínar kennsluaðferðir eða þróa alveg nýtt kennsluverkefni.
Bóka handleiðslu