Fab Lab Reykjavík er staðsett í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts. Með öflugu samstarfi hefur Fab Lab Reykjavík vaxið og hefur nú fjóra starfsmenn sem styðja við sköpunarkraft borgarbúa, þróa nýsköpunarhugmyndir og efla tæknilæsi.
Markmið Fab Lab Reykjavík er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná markmiðum okkar leggjum við áherslu á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Fab Lab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitin, lausnamiðuð og þor til að prófa.